Innlent

Ferðamaðurinn sem féll í hver enn á gjörgæslu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Maðurinn hafði verið í Gömlu sundlauginni, hann fór upp úr lauginni og gekk nokkra metra að timburgöngustíg og hrasaði.
Maðurinn hafði verið í Gömlu sundlauginni, hann fór upp úr lauginni og gekk nokkra metra að timburgöngustíg og hrasaði. Vísir/Baldur
Maðurinn sem féll í heitan hver á Flúðum á laugardagskvöld var einungis nokkrar sekúndur ofan í 96° heitu vatninu. Maðurinn hafði verið í Gömlu sundlauginni, hann hafi farið upp úr lauginni og gengið nokkra metra að timburgöngustíg.

Maðurinn hrasaði svo þegar hann steig á stíginn og féll í þróna. Honum tókst sjálfum að koma sér upp en hafði þá verið í nokkrar sekúndur í vatninu, sem er nálægt suðupunkti og um 25 sentímetra djúpt.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð þyrlu vegna slyssins um klukkan 20:50 á laugardagskvöld.

Samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn enn á gjörgæslu en hann er erlendur ferðamaður og er talinn vera um sjötugt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×