Innlent

Ferðamaður í lífsháska í Syðri-Ófæru

Gissur Sigurðsson skrifar
Göngumaður festist milli tveggja steina í beljandi Syðri-Ófæru og var hætt kominn.
Göngumaður festist milli tveggja steina í beljandi Syðri-Ófæru og var hætt kominn. Vísir/Vilhelm
Göngumaður lenti í háskalegum aðstæðum þegar hann festi annan fótinn á milli steina þar sem hann var að vaða yfir Syðri-Ófæru í gærkvöldi.

Mikið rennsli og straumþungi voru í ánni og náði vatnsflaumurinn upp í mitti á manninum, sem gat sig hvergi hrært. Þetta gerðist skammt frá tjaldsvæðinu í Hólaskjóli og náðu landverðir þar að bjarga manninum við illan leik upp úr ánni. Kom þá í ljós að hann var talsvert meiddur á fætinum og líklega fótbrotinn.

Kallað var á björgunarsveitir frá Skaftártungu og Kirkjubæjarklaustri, sem brutust yfir ánna á stórum bílum og sóttu manninn, sem síðan var fluttur með sjúkarbíl á Slysadeild Landsspítalans í Reykjavík.

Þá hlaut göngukona höfuðáverka þegar hún féll á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls undir kvöld í gær. Björgunarsveitarmenn sóttu hana og komu henni undir læknishendur, en hún mun ekki vera alvarlega slösuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×