ŢRIĐJUDAGUR 26. JÚLÍ NÝJAST 06:00

Barnastjarnan orđin fullorđin

SPORT

Ferđamađur fórst í Reynisfjöru

 
Innlent
11:05 10. FEBRÚAR 2016
Frá Reynisfjöru
Frá Reynisfjöru MYND/ULRICH PITTROFF

Ferðamaður sem fór í sjóinn við Reynisfjöru í morgun er látinn. Björgunarteymi fór á báti til að bjarga manninum en hann var látinn þegar þeir komu að honum. Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi missti maðurinn fótana í flæðarmálinu og fór út með öldunni. Hann var á ferðalagi hér á landi með konu sinni.

Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna slyssins.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir rannsókn hafna á því hvað hafi orðið til þess að maðurinn fór í sjóinn. Vitni urðu að slysinu og verður þeim boðin áfallahjálp.

Aðspurður hvort öldurnar hefðu verið sérstaklega miklar í morgun sagði Sveinn Kristján að þær séu alltaf sterkar og hættulegar.
„Þetta er svona alla daga,“ segir Sveinn Kristján.

Uppfært klukkan 16.10: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt að mörg vitni hafi orðið að slysinu en hið rétta er að þau voru tvö. Þetta hefur nú verið lagfært.


Frá björgunarađgerđum ţegar kona lést í fjörunni áriđ 2007.
Frá björgunarađgerđum ţegar kona lést í fjörunni áriđ 2007.

Bandarísk kona lést í fjörunni árið 2007
Undanfarna mánuði, og í raun ár, hafa ítrekað verið sagðar fréttir af ferðamönnum í stórhættu í Reynisfjöru.

Þannig var sagt frá ferðamanni fyrir um það bil ári sem kom sér í hættu í fjörunni þar sem hann óð út í sjó til að ná sem bestum myndum.

„Þetta er sérlega hættuleg fjara og alltof algengt að menn fari of nálægt. Ölduútsogið er með því meira sem gerist á byggðu bóli í heiminum held ég,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Kötlu DMI, þá í samtali við Vísi en leiðsögumaður á hennar vegum varð vitni að hátterni ferðamannsins og tók myndir.

Þá lést bandarísk kona á áttræðisaldri árið 2007 þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tók þau með sér.

Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land. Voru þau búin að vaða sjó allt upp að mitti þegar Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, kom þeim til bjargar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ferđamađur fórst í Reynisfjöru
Fara efst