Lífið

Ferðamaður dolfallinn yfir Bæjarins Beztu

Samúel Karl Ólason skrifar
„Ég beið í röð í eina mínútu, sem er einni mínútu of langt standandi í heilögu ljósi alheimsins bestu pulsna.“
„Ég beið í röð í eina mínútu, sem er einni mínútu of langt standandi í heilögu ljósi alheimsins bestu pulsna.“ Vísir/GVA
„Bæjarins Beztu er heilagur kaleikur, Shangri-La pulsna.“ Þetta skrifar Zachary Kurtz á bloggsíðu sína. Hann er nú á ferðalagi um Ísland og segir meðal annars frá því þegar hann rakst á Bæjarins Beztu. Pulsuna sem hann fékk sér segir hann að sé virði ferðarinnar til íslands.

Í fyrstu færslu sinni frá Íslandi segir Zachary frá því hvernig hann gekk um Reykjavík áður en hann rakst á pulsuvagninn. Hann bragðaði á hákarli og sviði og skoðaði Hallgrímskirkju áður en hann gekk niður að sjó.

„Ég beið í röð í eina mínútu, sem er einni mínútu of langt standandi í heilögu ljósi alheimsins bestu pulsna. Þegar röðin kom að mér sagði ég orðin sem ég hafði æft mig svo mikið á: „Eine með öllu“.“

Óhætt er að segja að Zachary hafi verið ánægður með pulsuna sína og þá segist hann hafa deilt við sjálfan sig lengi um hvort hann ætti að fá sér aðra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×