Lífið

Agndofa yfir Reykvíkingum í stríði við snjóinn: "Þetta er dauðagildra“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Amore er virkilega hrifin af borginni.
Amore er virkilega hrifin af borginni.
Eins og allir Reykvíkingar hafa tekið eftir er borgin alveg á kafi í snjó. Þetta finnst mörgum ferðamönnum mjög svo spennandi og skemmtilegt.

Reykvískt skíðafólk gleðst eflaust mikið en margir bölva snjónum. Sorelle Amore, Ástrali sem hefur verið búsett á Íslandi undanfarin misseri, deilir virkilega skemmtilegu myndbandi á Facebook-síðu sinni en þar má sjá hana ganga um borgina og velta fyrir sér ástandinu.

Amore tók myndbandið upp 27. febrúar en í því lýsir hún aðstæðum vel og talar meðal annars um að það sé mjög erfitt að ganga um borgina.

Hálkunni lýsir hún sem algjörri dauðagildru. Hér að neðan má horfa á heilan dag með Sorelle Amore. Hún er greinilega algjörlega ástfangin af borginni og landinu.

Uppfært eftir ábendingar um að Amore væri ekki ferðamaður heldur Ástrali búsettur á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×