Innlent

Ferðalangar varaðir við snjókomu og stormi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hitastig verður komið undir frostmark á nær öllu landinu á mánudag.
Hitastig verður komið undir frostmark á nær öllu landinu á mánudag. Vísir / Róbert
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að þeir sem verða á faraldsfæti um landið í byrjun vikunnar þurfi að vera viðbúnir fyrstu alvöru snjókomu haustsins. Veðurstofan spáir norðan stormi, 18-23 metrum á sekúndu, norðvestan-til á landinu með snjókomu.

Almannavarnir benda ferðalöngum á að helgarverðið sé nokkuð skaplegt og að ráð sé fyrir þá sem geta að nýta daginn á morgun til ferðalaga. „Ferðalög milli landshluta geta orðið erfið á mánudag og þriðjudag, einkum á norðurhelmingi landsins,“ segir í spá Veðurstofunnar.

Búist er við því að samfelld snjókoma verði um allt Norðanvert landið og stöku smáél á Suðurhlutanum á mánudag. Spáð er að hiti verði kominn undir frostmark um mest allt landið. Á þriðjudag er útlit fyrir allhvassa eða hvassa norðvestanátt með áframhaldandi snjókomu norðanlands.

Veðurstofan vekur sérstaka athygli á að tiltölulega lítil færsla á lægðinni geti breytt því hvenær óveður hefst í hverjum landshluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×