Innlent

Ferðaðist um Suðurland með 11 ára gamalt barn í skottinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mikið var um hraðakstur á Suðurlandi í liðinni viku en alls voru 103 kærðir fyrir að aka of hratt.
Mikið var um hraðakstur á Suðurlandi í liðinni viku en alls voru 103 kærðir fyrir að aka of hratt. vísir/hari
Lögreglan á Suðurlandi hafði í nógu að snúast í liðinni viku. Meðal mála sem komu inn á borð lögreglunnar var ökumaður sem flutti 11 ára gamalt barn í skotti station-bifreiðar sinnar. Ökumaðurinn var kærður og fær 15 þúsund króna sekt.

Í tilkynningu á vef sínum minnir lögreglan á Suðurlandi á mál sem kom upp fyrr á árinu en þá kastaðist farþegi, sem var í skotti bíls, út úr bifreiðinni og lést þegar bíllinn valt á Biskupstungnabraut. Ökumaður þess bíls fékk nýverið dóm fyrir manndráp af gáleysi.

Þá var mikið um hraðakstur í liðinni viku en 103 voru kærðir fyrir að aka of hratt. Mest var um hraðakstur á þjóðvegi 1 í Skaftafellssýslum en um 60% þeirra sem aka of hratt eru erlendir ferðamenn á bílaleigubílum. Hraði þeirra er einnig að jafnaði meiri en íslensku ökumannanna, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar, því meðal sekt erlendu ökumannanna í vikunni er um 43 þúsund krónur en þeirra íslensku um 39 þúsund krónur.

Erlendur ferðamaður var svo staðinn að því að stela vörum úr versluninni við Geysi í Haukadal fyrir 21 þúsund krónur. Hann var handtekinn og yfirheyrður af lögreglu. Málinu lauk með því að maðurinn gekkst undir sektargreiðslu að upphæð 45 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×