Innlent

Ferðabanninu í New York aflétt

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hríðarbylurinn hafði mikil áhrif á samgöngur á austurströnd Bandaríkjanna.
Hríðarbylurinn hafði mikil áhrif á samgöngur á austurströnd Bandaríkjanna. Vísir/EPA
Búið er að aflétta ferðabanni sem sett var á í New York borg vegna hríðarbylsins sem fór yfir austurströnd Bandaríkjanna um helgina. Enn eru samgöngur lokaðar eða takmarkaðar í Washington D.C. og verður eitthvað fram eftir degi.

Bylurinn hafði mikil áhrif á íbúa á austurströndinni en 200 þúsund manns voru án rafmagns um tíma sökum veðursins. Óveðrið er nú að mestu gengið yfir og stefnir bylurinn út á Atlantshaf. 

Sjö þúsund flugferðum var frestað um helgina vegna bylsins og mun áhrifa þeirra gæta í flugsamgöngum áfram fram á mánudag. Þegar er búið að aflýsa um 615 flugferðum á morgun, mánudag, vegna áhrifa þess að flugasamgöngur lögðust niður.

Samkvæmt BBC eru átján dauðsföll rakin til veðursins; sex vegna snjómoksturs og tólf vegna annarra þátta sem tengjast óveðrinu. Ellefu ríki lýstu yfir neyðarástandi vegna veðursins; New YorkTennessee, Georgía, KentuckyNorður-KarólínaNew Jersey, Virginía, Vestur-VirginíaMarylandPennsylvanía og Washington D.C.

Í KentuckyPennsylvaníu og Vestur-Virginíu sátu fastir í nokkrar klukkustundir vegna snjóþunga á vegum ríkjanna.

Það voru þó sumir sem nýttu tækifærið sem þessi mikli snjór hafði í för með sér og brugðu á það ráð að skíða um götur New York borgar. Þá braust út gríðarstór snjóboltaslagur á Times Square í nótt.


Tengdar fréttir

Á gönguskíðum í New York

Íbúar stórborgarinnar bjarga sér í hríðarbylnum sem nú er á austurströnd Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×