Enski boltinn

Fer Sneijder loks til United?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wesley Sneijder hefur margsinnis verið orðaður við Manchester United.
Wesley Sneijder hefur margsinnis verið orðaður við Manchester United. vísir/getty
Það virðist vera orðinn fastur liður á félagaskiptamarkaðnum að orða hollenska miðjumanninn Wesley Sneijder við félagaskipti til Manchester United og engin breyting er á því þetta sumarið.

Sextán milljóna punda riftunarverð hvílir á Sneijder hjá Galatasaray og getur United fengið hann fyrir það verð, að því fram kemur í frétt breska götublaðsins The Sun.

Cesare Prandelli, nýráðinn þjálfari tyrkneska félagsins, vill ólmur halda Hollendingnum hjá liðinu en getur lítið gert í málunum ef eitthvað félag býður uppsett verð í hann.

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, þekkir vel til Sneijders sem hann hefur þjálfað hjá hollenska landsliðinu.

Einnig greina bresk blöð frá því í dag að United hugsi sem Svislendinginn RicardoRodríguez sem eftirmann PatriceEvra, en ítalska meistaraliðið Juventus hefur sýnt franska bakverðinum áhuga undanfarna daga.

Rodríguez leikur með Wolfsburg í Þýskalandi, en hann er 21 árs gamall og þykir einn efnilegasti bakvörður heims. Hann lék vel með Sviss á HM og gaf báðar stoðsendingarnar í 2-1 sigri liðsins á Ekvador í fyrsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×