Lífið

Fer ekkert nema hafa varalit með sér

Ása Ottesen skrifar
Ása Bríet Brattaberg er bloggar um tísku og safnar varalitum
Ása Bríet Brattaberg er bloggar um tísku og safnar varalitum Fréttblaðið/Vilhelm
„Einu sinni var ég í tíma í búningasögu í Tækniskólanum og kennarinn fer að tala um hvað það sé auðvelt að fylgjast með nýjustu tískustraumum á netinu, svo birtist mynd af mér fyrir tilviljun á tölvuskjánum. Það fannst mér frekar fyndið,“ segir hin sautján ára gamla Ása Bríet Brattaberg sem heldur úti tískublogginu Ásabríet.blogspot.com.



Þrátt fyrir ungan aldur er Ása með sterkar skoðanir á tísku og byrjaði ung að velta nýjustu tískustraumunum fyrir sér. „Ég var mjög ung þegar ég byrjaði að pæla í tísku og man varla eftir mér öðruvísi. Mér finnst alltaf gaman að klæða mig upp og vera fín, þó að það sé bara fyrir skólann. Það á ekkert endilega spara fínu fötin. Ég fer fer til dæmis aldrei neitt nema hafa varalit með mér, segir hún.



Ása Bríet hóf að blogga fyrir einu og hálfu ári síðan og lesa um fjögurþúsund manns bloggfærslur hennar í viku hverri. „Það skemmtilegasta við bloggið er að skrifa um það sem ég hef áhuga á og sjá að það er einhver að lesa það. Lesendur mínir eru duglegir að hrósa mér, sem er mjög hvetjandi. Svo hefur vinabeiðnum fjölgað á Facebook eftir að ég byrjaði að blogga," segir hún og hlær.



Ása stundar klæðskeranám í Tækniskólanum í Reykajvík og dreymir um að gerast fatahönnuður. „Amma mín og frænka eru miklar saumkonur og ég var mikið að sauma með þeim þegar ég var lítil. Þær eru klárlega fyrirmyndir mínar í dag. Eftir klæðskeranámið ætla ég annaðhvort í Listaháskólann eða að sækja um í Central Saint Martins í London,“ segir Ása Bríet að lokum glöð í bragði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×