Enski boltinn

Fer De Gea til Real Madrid eftir allt saman? | Félögin segjast hafa skilað öllum gögnum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Útlagarnir þrír, Valdes, De Gea og Lindegaard.
Útlagarnir þrír, Valdes, De Gea og Lindegaard. Vísir/Getty
Sagan um félagsskipti spænska markmannsins David De Gea til Real Madrid virðist ekki vera lokið þrátt fyrir að búið sé að loka spænska félagsskiptaglugganum.

Greindu fjölmiðlar í Englandi og Spáni frá því að spænska úrvalsdeildin hefði ekki gefið grænt ljós á félagsskiptin í ljósi þess að öll gögn hefðu ekki borist á réttum tíma. Segja þeir að engar undanþágu verði veittar á þessum reglum.

Félögin segjast hafa gögn undir höndum sem sanni það að bæði félög hafi skilað frá sér öllum gögnum fyrir lokun félagsskiptagluggans en evrópska knattspyrnusambandið mun líta á málið á morgun. Verður því ekki komið á hreint fyrr en á morgun hvort David De Gea verði leikmaður Real Madrid og Keylor Navas leikmaður Manchester United.

Greindi spænska blaðið AS frá því að skjölin hefðu komið á réttum tíma frá Manchester United en starfsmenn spænsku deildarinnar hefðu ekki getað opnað skjalið í tæka tíð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×