Innlent

Fengu neyðarboð frá skútu sem saknað hefur verið síðan í sumar

Gissur Sigurðsson skrifar
Umrædd seglskúta.
Umrædd seglskúta. vísir/lhg
Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar námu sendingar frá neyðarsendi laust fyrir klukkan fimm í morgun og var staðsetning sendisins rétt fyrir utan Grindvík.

Þyrla var þegar mönnuð og send til leitar og sá áhöfnin brátt ljóstýru frá neyðarbaujunni og seig maður niður eftir henni. Hún reyndist vera af erlendri skútu, sem ætlaði að koma til Asoreyja 16. júlí í sumar, en síðan hefur ekkert til hennar spurst. Þá var einn maður skráður um borð.

Ekkert annað en neyðarbaujan fannst í fjörunni í morgun, en björgunarsveitarmenn munu kanna málið nánar í birtingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×