Innlent

Fengu fría klippingu frá hársnyrtinemum

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/aðsend
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fengu óvænta heimsókn í dag þegar nemar í Hársnyrtiskólanum komu á stöðina og buðust til að klippa á þeim hárið án endurgjalds.

Þetta var hluti af verkefni sem kallast Gulleggið og felst í því að gefa vinnuna sína til að láta gott af sér leiða.

Með þessu vildu nemarnir endurgjalda starfsmönnum SHS þeirra vinnuframlag í þágu almennings og hlutu miklar þakkir fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×