Innlent

Fengu að giftast eftir nærri fimm mánaða baráttu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ragnheiður Guðmundsdóttir og Ravi Rawat giftust í Skálholti í gær.
Ragnheiður Guðmundsdóttir og Ravi Rawat giftust í Skálholti í gær. vísir/ernir
Ragnheiður Guðmundsdóttir og Ravi Rawat giftust í Skálholti í gær. Ragnheiður segir daginn hafa verið yndislegan og í alla staði frábæran.

Ragnheiði, sem berst við fjórða stigs lífhimnukrabbamein, hafði í tvígang verið synjað um leyfi til að giftst Ravi þar sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók vottorð frá Indlandi, heimalandi Ravi, um stöðu Ravi sem einhleyps manns ekki gilt. Þau sóttu fyrst um að fá að giftast þann fyrsta apríl.

Innanríkisráðuneytið sneri úrskurðinum hins vegar við í síðustu viku. Áður hafði sendiráð Indlands á Íslandi staðfest að gögnin væru fullnægjandi.

„Við erum í skýjunum með að þetta hafi loksins fengið að ganga í gegn og erum búin að vera umkringd ástvinum okkar í dag,” segir hún. 


Tengdar fréttir

Vísbendingar um misræmi hjá sýslumönnum

Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu bárust ábendingar til ráðuneytisins sem benda til þess að misræmi sé á verklagi sýslumannsembætta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×