Enski boltinn

Fengu 860 símtöl fyrstu vikuna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
vísir/getty
Neyðarlínan sem var opnuð fyrir fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis í enska boltanum hefur heldur betur verið vel nýtt.

Þessi umræða hefur tröllriðið öllu í Bretlandi síðustu daga enda fjöldi manna stigið fram og greint frá misnotkun. Ljóst er að málið er mun viðameira en nokkur gerði sér grein fyrir.

Neyðarlínan sem var opnuð fékk 860 símtöl fyrstu vikuna sem segir margt um hversu alvarlegt málið er.

Það eru fyrst og fremst þjálfarar unglingaliða sem brutu á drengjunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×