Innlent

Feneyjamoskan verður ekki sett upp hér á landi

Bjarki Ármannsson skrifar
Sverrir Agnarsson, þáverandi formaður Félags íslenskra múslima, ávarpar gesti moskunnar þegar verkið stóð opið.
Sverrir Agnarsson, þáverandi formaður Félags íslenskra múslima, ávarpar gesti moskunnar þegar verkið stóð opið. Mynd/Snorri Ásmundsson

Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár, Fyrsta moskan í Feneyjum eftir svissnesk-íslenska listamanninn Cristoph Büchel, verður ekki sett upp hér á landi nú þegar tvíæringnum er lokið, líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Þetta kom fram í viðtali við Björgu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar (KÍM), í Kastljósi á RÚV í kvöld.

Listaverkið olli miklu fjaðrafoki, bæði í Feneyjum og hér heima fyrir. Verkið fólst í uppsettningu íslamskrar mosku í fornfrægri kaþólskri kirkju frá tíundu öld. Verkinu var lokað af lögreglunni í Feneyjum sem taldi moskuna mögulega „ógn við öryggi“ borgarbúa.

Þrátt fyrir málaferli KÍM tókst ekki að láta opna moskuna á ný og fékk framlag Íslands þannig aðeins að njóta sín í tvær vikur af þeim sjö mánuðum sem listahátíðin stóð yfir. Björg segir að ekki standi til að krefjast skaðabóta vegna aðgerða lögreglu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×