Innlent

Feministar fagna afstöðu Jóns gegn klámi

Femínistafélag Íslands fagnar því að Jón Gnarr borgarstjóri skuli taka skýra afstöðu gegn klámi og skilji skaðsemi þess samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi frá sér.

Ástæðan eru ummæli Jóns Gnarrs við AFP fréttastofuna þar sem hann sagðist helst skoða klám á netinu.

Í tilkynningu frá feministum segir:

„Klámiðnaðurinn þrífst á eymd fólks, sér í lagi kvenna og auk þess hafa rannsóknir sýnt fram á að klám hefur mjög neikvæð áhrif á það hvaða augum karlar líta á kynlíf og jafnrétti í samböndum. Femínistafélagið vonar að í kjölfarið opnist fyrir umræðuna um hin grimma heim klámiðnaðarins og tengsl hans við klámvæðingu, vændi, mansal og nauðganir.

Til að gefa Jóni tækifæri til að fræðast enn frekar um skaðsemi kláms og þau vandamál sem iðnaðinum fylgja hafa meðlimir Femínistafélagsins afhent Jóni eintak af heimildamyndinni The Price of Pleasure, en þar er fjallað um þau viðtæku áhrif sem klámiðnaðurinn hefur á samfélagið.

Femínistafélagið vill einnig hvetja þá sem hafa áhuga á að kynna sér skaðsemi kláms til að nálgast heimildamyndina."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×