Lífið

Feminismi snýst ekki um að hata karlmenn

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Leikkonan Emma Watson
Leikkonan Emma Watson Visir/Getty
„Konur eiga ekki að þurfa að herja þessa baráttu einar. Það er lykilatriði fyrir samfélagið að karlar og konur taki á þessu mikilvæga málefni saman“, sagði Harry Potter leikkonan Emma Watson, en hún vakti aðdáun og athygli á ráðstefnu UN Women í New York á laugardag. Ástæðan var stórbrotin ræða leikkonunnar í tilefni stofnunar samtakanna HeForShe, en tilgangur þeirra er að virkja hundrað þúsund karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í jafnréttisbaráttu kynjanna.

Sjálf segist Emma hafa upplifað kynjamisrétti frá því hún var átta ára en hún fékk að heyra að hún væri stjórnsöm þegar hún sýndi áhuga á því að leikstýra skólaleikriti. Fjórtán ára hafi fjölmiðlar stillt henni upp sem kyntákni, burtséð frá hæfileikum hennar. Fimmtán ára horfði hún upp á vinkonur sínar hætta í íþróttum því þær vildu ekki verða of stæltar. Átján ára hafi stráka vinir hennar verið ófærir um að tala um tilfinningar sínar. 

"Bæði konur og menn eiga að þora að vera viðkvæm og bæði konur og menn eiga að þora að vera sterk. Ef við hættum að skilgreina hvort annað útfrá því sem við erum ekki og byrjum að skilgreina okkur útfrá því sem við erum, þá verðum við frjálsari og það er það sem HeForShe snýst um“, sagði leikkonan. "Það snýst um að við séum frjáls."

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þessa mögnuðu ræðu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×