Fótbolti

Feluleikur með Modric

Henry Birgir Gunnarsson í Zagreb skrifar
Luka Modric.
Luka Modric. Vísir/Getty
Ante Cacic, landsliðsþjálfari Kró­atíu, neitaði að staðfesta á blaðamannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld.

Króatískir blaðamenn segja að það sé pottþétt að Modric byrji leikinn og hlæja að þessum feluleik landsliðsþjálfarans.

Miðjumaður Barcelona, Ivan Rak­itic, verður klárlega í byrjunarliðinu og hann fór fögrum orðum um íslenska liðið á blaðamannafundi á Maksimir-vellinum í gær.

„Þetta verður erfitt og við þurfum að eiga okkar besta leik. Liðsheildin er helsti styrkleiki íslenska liðsins. Íslenska liðið er mjög vel skipulagt og leikmenn þess agaðir. Það verður erfitt að brjóta þá niður,“ sagði Rakitic og bætti við að króatíska liðið hefði legið yfir íslenska liðinu síðustu daga.

„Við vitum allt um íslenska liðið. Þekkjum leik þess fullkomlega og þurfum að nýta okkur veikleikana í leik liðsins.“


Tengdar fréttir

Æfðu í rigningunni án Ara Freys

Allir leikmenn íslenska landsliðsins taka nú þátt í æfingu á Maksimir-vellinum fyrir utan Ara Frey Skúlason.

Kári: Mandzukic er ótrúlega útsjónarsamur

"Það er mjög góð stemning. Við eigum harma að hefna síðan við vorum hérna fyrir þrem árum síðan,“ segir varnarjaxlinn Kári Árnason en hann var þá að koma á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan Ísland tapaði hér í umspilsleik um laust sæti á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×