Enski boltinn

Félögin aldrei eytt meira en nú

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur keypt nokkra leikmenn í sumar.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur keypt nokkra leikmenn í sumar. Vísir/Getty
Aldrei fyrr hafa félög í ensku úrvalsdeildinni varið meiri pening í leikmannakaup en í sumar. Það er ljóst þrátt fyrir að mörg kaup eigi eftir að ganga í gegn á lokadegi félagaskiptagluggans sem er í dag.

Félögin hafa nú þegar eytt meira en milljarði punda eða 153 milljörðum íslenskra króna í leikmenn í sumar. Gamla metið var sett í fyrra en þá eyddu þau 870 milljónum punda eða 133 milljörðum króna.

Stærsta ástæðan fyrir þessu er að félögin hafa stórauknar tekjur vegna nýs sjónvarpsréttarsamnings en rétturinn var seldur fyrir samtals 5,1 milljarð punda - jafnvirði 783 milljarða króna.

Ljóst er að félögin eru ekki hætt. Stærstu félögin hafa líklega flest klárað sín mál nú þegar en lið eins og West Brom, Crystal Palace, Hull City, West Ham og Everton gætu látið til skarar skríða í dag. Þá gæti stór biti verið aftur á leið í ensku úrvalsdeildina en David Luiz er nú orðaður við sitt gamla félag, Chelsea.

Fylgst verður náið með gangi mála í helstu félagaskiptum dagsins hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×