Viðskipti innlent

Félög Al-Thani gjaldþrota

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Fé­lög­in Q Iceland Finance ehf. og Q Iceland Holding ehf. voru útskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Félögin eru þekkt úr Al-Thani málunum, þar sem Sjeik Mohammed Al-Thani keypti rúmlega 5% hlut í Kaupþingi stuttu fyrir bankahrun. Mbl.is greindi fyrst frá þessu.

Q Iceland Holding er móðurfélag Q Iceland Finance. Hið fyrrnefnda félag fékk lán frá Kaupþingi til að fjármagna kaup þess síðarnefnda á bréfum í bankanum. Alls keypti félagið 37,1 milljón bréfa fryir 25.599 milljónir. Félögin eru bæði skráð til húsa hjá Logos lögfræðiskrifstofu.

Í Al-Thani málinu voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður bank­ans, Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings banka í Lúx­em­borg og Ólaf­ur Ólafs­son, stór hlut­hafi í bankanum dæmdir í fangelsi vegna viðskiptanna. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.

Það er Ástráður Har­alds­son hrl. sem er skipta­stjóri bú­anna.


Tengdar fréttir

Allir sakborningar áfrýja niðurstöðu í Al-Thani máli

Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi.

Dómur í Al-Thani máli í dag - allt sem þú þarft að vita

Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi.

Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum

Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár.

Al Thani dómarnir vekja víða athygli

Dómarnir yfir Kaupþingsmönnunum sem féllu í héraðsdómi í gær hafa vakið töluverða athygli út fyrir landsteinana. Margir af stærstu miðlum heims hafa fjallað um málið og má þar nefna BBC, Financial Times, Bloomberg og the Wall Street Journal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×