Erlent

Fellur alltaf í fang þjálfarans þegar hún kemur í mark

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
"Ég gat ekki látið mér detta í hug hvað ég hefði gert rangt. Af hverju er verið að refsa mér? Af hverju er þetta að gerast?“ rifjar Kayla upp.
"Ég gat ekki látið mér detta í hug hvað ég hefði gert rangt. Af hverju er verið að refsa mér? Af hverju er þetta að gerast?“ rifjar Kayla upp.
Kayla Montgomery er ein besta hlaupakona Bandaríkjanna. Í lok hvers hlaups hafnar hún hins vegar í faðmi þjálfara síns, grátbiður um hjálp og segist ekki finna fyrir fótleggjum sínum. Ástæðan er sú að Kayla er með MS-taugasjúkdóminn.

Í stuttri heimildarmynd ESPN er saga Kaylu sögð. Hún fékk þau tíðindi á táningsaldri að hún væri með MS, sjúkdóm í miðtaugakerfinu sem truflar stjórnun miðtaugakefis á sjón, göngu, tali, skynjun.

Kayla þótti afar efnileg knattspyrnukona og var verðlaunuð á sviðinu. Hún ætlaði sér stóra hluti en þurfti að leggja skóna á hilluna þegar hún var greind með MS aðeins fjórtán ára gömul. Í átta mánuði missti hún allan mátt í líkama sínum. Hún varð eðlilega reið.

Þjálfarinn grípur Kaylu þegar hún kemur í mark.Mynd/ESPN
„Ég gat ekki látið mér detta í hug hvað ég hefði gert rangt. Af hverju er verið að refsa mér? Af hverju er þetta að gerast?“ rifjar Kayla upp.

Hún gafst ekki upp, ákvað að byrja að æfa langhlaup þrátt fyrir að hlaup hefðu aldrei verið hennar sterkasta hlið. Þjálfarinn hennar, Patrick Cromwell, átti ekki von á miklu frá henni.

„Hún var í besta falli í meðallagi góð að halupa,“ útskýrir Cromwell. Það átti hins vegar eftir að breytast. Á lokaári hennar í frjálsíþróttakeppni menntaskólanna í Norður-Karólínu ríki í maí vann hún ótrúlegan sigur í 3200 metra hlaupi, þrátt fyrir að detta þegar lítið var liðið af hlaupinu.

Saga Kaylu vakti athygli ESPN sem gerði innslag sem ætti ekki að láta neinn ósnertan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×