Enski boltinn

Fellaini ekki lengi að þakka Van Gaal fyrir traustið - sjáið markið hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marouane Fellaini fagnar.
Marouane Fellaini fagnar. Vísir/Getty
Manchester United þurfti aðeins þrjár mínútu í seinni hálfleik til þess að jafna metin á móti West Bromwich Albion í lokaleik áttundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Marouane Fellaini jafnaði metin fyrir Manchester United en Belginn skoraði markið á 48. mínútu eða aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður fyrir Ander Herrera í hálfleik.

Fellaini var því ekki lengi að þakka Van Gaal fyrir traustið en United-liðið hafði verið marki undir frá 8. mínútu leiksins þegar Stephane Sessegnon kom West Brom í 1-0.

Fellaini fékk boltann frá Angel Di Maria við vítateigslínuna, lék honum til hægri og náði mjög góðu skoti upp í nærhornið. Þetta var mjög flott mark og það má sjá það hér fyrir neðan.

Manchester United er búið að vinna tvo síðustu deildarleiki sína og á möguleika á því að fjórða sæti deildarinnar með sigri.

West Bromwich Albion liðið er í 15. sæti en nær United að stigum í 6. til 11. sæti vinni liðið leikinn á The Hawthorns í kvöld.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×