Innlent

Fell í Hæstarétt

Sveinn Arnarsson skrifar
Við Jökulsárlón.
Við Jökulsárlón. vísir/valli
Deilan um kaup ríkisins á Felli í Suðursveit er komin fyrir Hæstarétt eftir að Héraðsdómur Suðurlands vísaði málinu frá.

Ríkið virkjaði forkaupsrétt sinn í jörðinni Felli við Jökulsárlón í byrjun janúar. Fögrusalir höfðu keypt jörðina á uppboði í byrjun nóvember á rúman einn og hálfan milljarð króna. Telja forsvarsmenn Fögrusala að ákvörðun ríkisins hafi komið of seint og því væri gerningur sýslumannsins á Suðurlandi um að veita ríkinu heimild til að kaupa jörðina ólöglegur.

Hæstiréttur mun í mars ákvarða hvort taka eigi málið til efnislegrar meðferðar í héraði.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×