Innlent

Félagsmenn VR vilja beina launahækkun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Upplýsinga frá VR.
Upplýsinga frá VR.
Félagsmenn VR vilja í auknum mæli leggja áherslu á beinar launahækkanir í kjarasamningum og eru ekki reiðubúnir til að taka þátt í þjóðarsátt. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum könnunar meðal félagsmanna sem kynnt var á fundi trúnaðarráðs í gærkvöldi. VR hefur í kjölfarið sent frá sér tilkynningu til fjölmiðla.

Á fundinum var rætt um stöðuna í kjaramálum og næstu skref. Formaður félagsins fékk umboð til að halda vinnu áfram við undirbúning launaliðar kröfugerðarinnar.

Millitekjuhópurinn er stærstur

Kröfugerð VR fyrir næstu kjarasamninga liggur að mestu fyrir – að launaliðnum undanskildum - en hún byggir á þeirri kröfugerð sem lögð var fram fyrir samningana árið 2013. Launaliðurinn var hins vegar til umræðu á fundi trúnaðrráðs í gærkvöldi, 28. janúar.

Á fundinum fór formaður VR, Ólafía B. Rafnsdóttir, yfir stöðuna og fjallaði um næstu skref. Ólafía segir ljóst að félagsmenn VR, eins og aðrir starfsmenn á almennum vinnumarkaði, krefjist sanngirnis og leiðréttinga í ljósi þróunarinnar síðustu misseri. Blönduð leið krónutölu- og prósentuhækkunar hentar félaginu vel, er haft eftir Ólöfu í tilkynningunnu.

Innan VR er millitekjuhópurinn stærstur, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Þessir félagsmenn hafi undanfarin ár tekið á sig mestu byrðarnar og mikilvægt að leggja áherslu á að tryggja kjör þeirra ásamt því að hækka lægstu launin.

Úr glærum VR.
Fundurinn veitti formanni VR umboð til að halda áfram vinnu við launaliðinn og er fyrirhugað að trúnaðarráð fundi á nýjan leik innan skamms.

Beinar launahækkanir og kaupmáttur

Meðal þess sem rætt var á fundinum í gærkvöldi var ný könnun meðal félagsmanna um áherslur í komandi samningum. Niðurstöðurnar benda til þess að tæplega helmingur félagsmanna, eða 48%, vilji leggja áherslu á beina launahækkun í kjarasamningum nú sem er mun hærra hlutfall en í könnunum síðustu ára.

Árið 2010 vildi fjórðungur leggja áherslu á beinar launahækkanir og rúmur þriðjungur var þeirrar skoðunar árið 2013. Atvinnuöryggi var ofar í huga félagsmanna á þessum árum, sem endurspeglar stöðuna á vinnumarkaði á þeim tíma.

Tæplega helmingur svarenda í könnuninni í ár, eða 44%, merkti við þann valkost að tryggja kaupmátt þegar spurt var um áherslur og er það því sem næst óbreytt frá könnunum síðustu ára. Aðrir þættir, s.s. áhersla á aukin réttindi í samningum og starfsumhverfi, fá minna fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×