Innlent

Félagsmenn VR samþykkja verkfall

Kosið var um verkfall meðal þeirra sem starfa í fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins og Félags atvinnurekenda.
Kosið var um verkfall meðal þeirra sem starfa í fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins og Félags atvinnurekenda. vísir/valli
Meirihluti félagsmanna VR samþykktu verkfall í atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í dag. Kosið var um verkfall meðal þeirra sem starfa í fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins (SA) annars vegar og Félags atvinnurekenda (FA) hins vegar.

Alls sögðu 58 prósent félagsmanna SA já við boðun verkfalls og 39,7 prósent nei. 2,3 prósent skiluðu auðu. Kosningaþátttaka var 25.2 prósent en á kjörskrá voru 26.225.

Hjá FA sögðu 57,4 prósent já við verkfallsboðun og 39,7 prósent sögðu nei. 2,9 prósent skiluðu auðu. Kosningaþátttaka var 29,8 prósent og á kjörskrá voru 813.

Atkvæðagreiðslan var rafræn og hófst að morgni 12 .maí.

Liggur því fyrir að undirbúningur verkfallsaðgerða heldur áfram og fyrirhugað er að þær hefjist með tveggja daga verkfalli starfsmanna í hópbifreiðafyrirtækjum 28.maí. Tveggja daga verkföll í fleiri starfsgreinum fylgja svo í kjölfarið en þann 6. júní hefst ótímabundið allsherjarverkfall.

Næsti samningafundur verður haldinn hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×