Erlent

Félagsmálaráðherra fékk tertu í andlitið

Atli Ísleifsson skrifar
Göran Hägglund er félagsmálaráðherra og formaður Kristilegra demókrata.
Göran Hägglund er félagsmálaráðherra og formaður Kristilegra demókrata. Vísir/AFP
Göran Hägglund, félagsmálaráðherra Svíþjóðar og formaður Kristilegra demókrata, varð fyrir tertuárás í heimsókn sinni til Gautaborgar fyrr í dag.

Árásin átti sér stað nú síðdegis á Kungsportsplatsen í Gautaborg, þar sem Hägglund flutti ávarp um heilbrigðismál. Sænskir stjórnmálamenn ferðast nú um landið vegna komandi þingkosninga sem fram fara þann 14. september.

Í frétt SVT kemur fram að lögregla segi að maður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn vegna árásarinnar.

Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, varð fyrir sambærilegri árás í nóvember á síðasta ári. Í það skiptið var 61 árs gömul koma dæmd til tveggja mánaða fangelsisvistar vegna árásarinnar, en dómurinn náði einnig yfir ofsaakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×