FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 02:00

Ólafía Ţórunn á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring

SPORT

Félag Zúista á Íslandi í biđstöđu

 
Innlent
15:26 11. FEBRÚAR 2016
Fornminjar frá samfélagi Súmera
Fornminjar frá samfélagi Súmera VÍSIR/GETTY

Trúfélag Zúista á Íslandi hefur enn ekki fengið að skrá rekstrarfélag utan um félagið hjá ríkisskattstjóra og hefur greiðslum til þess því verið frestað tímabundið. Stefnt er á að endurgreiða fyrstu sóknargjöldin seinni hluta ársins, að sögn Snæbjörns Guðmundssonar, sem situr í stjórn félagsins.

„Fyrsta greiðsla ársins er greidd út í febrúar en við höfum sent inn beiðni til Fjársýslunnar um að hinkra með hana tímabundið. Það var vel tekið í það og ekkert mál. Þannig að á meðan við göngum frá því að stofna nýtt félag þá er þetta bara í smá biðstöðu,“ segir Snæbjörn í samtali við Vísi.

Hann segir skráninguna hafa gengið hægar en búist hafi verið við, en bindur vonir við að málið leysist hið fyrsta. „Þetta er þannig að ef trúfélag er skráð hjá sýslumanni þá er það ekki með kennitölu sem þýðir að þá þarf að stofna félag hjá fyrirtækjaskrá sem tekur við sóknargjöldum trúfélagsins. Hins vegar virðist fyrirtækjaskrá misskilja eðli trúfélaga og þess vegna hefur þetta gengið svona hægt.“

Þá segir Snæbjörn enga breytingu verða á endurgreiðslum til félagsmanna, enda hafi allan tímann staðið til að endurgreiða í lok árs. „Ef við greiðum út í mörgum skömmtum þá eykst umsýslukostnaður svo mikið þannig að við tökum þetta allt saman og greiðum út seinni hluta árs.“

Alls eru 3200 manns skráðir í félagið, sem gerir það að einu stærsta trúfélagi landsins. Ein helsta nýlundan sem félagið stendur fyrir er að félagið endurgreiðir meðlimum þess árlegan styrk sem það fær frá ríkinu í nafni þeirra sem skráðir eru zúistar, að frádregnum umsýslukostnaði, en rétt er að benda á að skipting sóknargjalda miðast eingöngu við þá sem eru með skráð lögheimili á Íslandi.   Greiðslan fyrir hvern félaga frá ríkinu er 10.800 krónur.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Félag Zúista á Íslandi í biđstöđu
Fara efst