Sport

Fékk vörubílafarm af skóm | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Harden var að fá nóg af nýjum skóm til að reima.
Harden var að fá nóg af nýjum skóm til að reima. Vísir/Getty
James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, skrifaði nýlega undir samning um að leika í Adidas-skóm en samningur hans við skófyrirtækið er til 13 ára og einn sá stærsti í sögu NBA-deildarinnar.

Harden sem hefur leikið í Nike allan sinn feril var stærsta nafnið sem var án skósamnings í sumar og ákváðu forráðamenn Adidas að leggja allt kapp á að hann myndi leika í Adidas.

Hefur fyrirtækið hrunið í vinsældum í Bandaríkjunum og var aðeins þriðja söluhæsta íþróttavörumerkið í Bandaríkjunum á síðasta ári á eftir Nike og Under Armour.

Það vakti athygli í sumar þegar Harden sást nota Nike vörur en hann hefur nú fengið nóg af skóm frá Adidas ef tekið er mark á auglýsingunni til þess að þurfa ekki að grípa í Nike-skó næstu mánuðina.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

adidas Basketball x James Harden | The Wait is Over

adidas Basketball x James Harden | The Wait is Over

Posted by adidas Basketball on Thursday, 1 October 2015
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×