Erlent

Fékk vélmennahendur eftir 40 ár - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Lee Baugh með nýju hendurnar.
Lee Baugh með nýju hendurnar.
Bandaríkjamaðurinn Les Baugh missti báðar hendurnar í slysi fyrir 40 árum. Nú er hann hinsvegar kominn með tvær vélhendur sem hann getur stýrt með hugsunum sínum. Vísindamenn við John Hopkins háskólann í Bandaríkjunum þróuðu tæknina sem til þurfti.

Áður en Baugh gat notast við hendurnar þurfti hann að gangast undir nýstárlega skurðagerð þar sem taugar eru færðar til svo þær geti stýrt höndunum.

„Þetta þýðir að Baugh getur stýrt limunum með því að hugsa hvað hann vilji að þeir geri,“ segir skurðlæknirinn Albert Chi.

Eftir aðgerðina þurfti að finna út hvaða taugar og vöðvar stýrðu ákveðnum hreyfingum og á hvaða hátt. Þau taugaboð þurfti svo að forrita fyrir handleggina. Eftir langt ferli var Baugh tilbúinn til að prófa nýju hendurnar.

„Ég var kominn inn í allt annan heim,“ hefur Business Insider eftir Baugh.

Courtney Moran, sem kom að þróun handleggjanna, segir hæfni Baugh vera einstaka. Hann hafi náð að færa bolla á milli hilla eftir einungis tíu daga þjálfun. „Hraðinn sem hann lærði hreyfingar og færni var langt umfram væntingar.“

Þeir sem koma að verkefninu hafa líkt því við fyrstu daga internetsins og vonast er til að Baugh geti tekið hendur með sér heim innan skamms.

Myndband af ferlinu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×