Sport

Fékk tífalt meira en næstlaunahæsti sigurvegarinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
McGregor fagnar sigrinum á Diaz.
McGregor fagnar sigrinum á Diaz. Vísir/Getty
Conor McGregor er í algjörum sérflokki þegar kemur að launum í UFC-bardagadeildinni en það endurspeglaðist í launatölum helgarinnar fyrir UFC 202.

McGregor vann Nate Diaz en eins og áður hefur verið greint frá bætti McGregor met með því að fá þrjár milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 350 milljóna króna, fyrir að berjast gegn Diaz í 25 mínútur.

Diaz fékk tvær milljónir Bandaríkjadala fyrir bardagann en samtals fengu þeir félagar fimm af þeim 6,1 milljón sem var útdeilt fyrir bardagana á UFC 202.

Athony Johnson fékk næstmest þar fyrir utan en hann fék 270 þúsund dollara, jafnvirði 31 milljón króna, fyrir sigurinn á Glover Teixeira. Helmingurinn af þeirri upphæð var bónusgreiðsla fyrir sigurinn.

Ofan á þessar upphæðir koma þó bónusgreiðslur fyrir bardaga kvöldsins (Diaz gegn McGregor) frammistöðu kvöldsins (Donald Cerrone og Anthony Johnson). Hver bardagamaður fékk 50 þúsund Bandaríkjadala fyrir það.

Enginn hefur fengið meira greitt fyrir einn bardaga en Conor McGregor. Gamla metið átti Brock Lesnar sem fékk 2,5 milljónir fyrir að vinna Mark Hunt á UFC 200.

McGregor fékk eina milljón dollara fyrir fyrri bardaga sinn gegn Diaz en þá hafði sá síðarnefndi betur.

MMA

Tengdar fréttir

Conor náði fram hefndum í ótrúlegum bardaga

UFC 202 fór fram í nótt þar sem þeir Conor McGregor og Nate Diaz mættust í ótrúlegum bardaga. Conor McGregor tókst að hefna fyrir tapið í mars með sigri eftir dómaraákvörðun.

Conor og Diaz munu fá háar sektir

Bardagakapparnir Conor McGregor og Nate Diaz munu fá grimma refsingu fyrir hegðun sína á blaðamannafundinum á miðvikudag. Hegðun þeirra er litin mjög alvarlegum augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×