Fótbolti

Fékk níu ára dóm í nóvember en er búinn að semja við tyrkneskt lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robinho fagnar marki með Atletico Mineiro.
Robinho fagnar marki með Atletico Mineiro. Vísir/Getty
Brasilíumaðurinn Robinho, sem Manchester City keypti á sínum tíma fyrir metfé frá Real Madrid, hefur fundið sér nýtt félag.

Robinho hefur náð samkomulagi við tyrkneska félagið Sivasspor en félagið semur við leikmanninn þrátt fyrir að ítalskur dómstóll hafi dæmt hann í níu ára fangelsi í nóvember fyrir nauðgun.

Hinn 33 ára gamli Robinho heldur fram sakleysi sínu en hann var dæmdur fyrir að hafa tekið þátt í ásamt fleirum að nauðga konu í Mílanó árið 2013.





Robinho spilaði áður með Manchester City, Real Madrid og AC Milan en hann er laus allra mála frá Atletico Mineiro þar sem hann spilaði síðast.

Sivasspor segist vera búin að ganga frá flestu í samningnum og að félagið hafi verið lengi í viðræðum við Robinho.

„Hann kemur til Sivas á morgun. Þar munum við endanlega ganga frá samningnum,“ sagði í tilkynningu frá félaginu.

Robinho má skrifa undir samning þar sem hann hefur áfrýjað dómnum og áfrýjun hans er á leiðinni í gegnum ítalska réttarkerfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×