Innlent

Fékk hjartastopp á skemmtiferðaskipi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar VÍSIR/VILHELM
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á sjötta tímanum í kvöld til að sækja sjúkling á skemmtiferðaskip sem var þá nýlagt af stað frá Reykjavíkurhöfn.

Að sögn starfsmanns gæslunnar var um að ræða karlmann á áttræðisaldri sem var í hjartastoppi.

Skipið var statt utan við Gróttu og hélt leið sinni áfram eftir að maðurinn var sóttur.

Sjúklingurinn var fluttur á Hjartagátt Landspítalans við Hringbraut en læknar þar gátu ekkert gefið upp um ástand hans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×