MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ NÝJAST 15:44

Sáu 580 seli í selatalningu ársins

FRÉTTIR

Fékk hjartaáfall í miđju móti

 
Golf
13:00 29. FEBRÚAR 2016
Jason Bohn.
Jason Bohn. VÍSIR/GETTY

Atvinnukylfingurinn Jason Bohn er í lífshættu eftir að hafa fengið hjartaáfall á PGA-móti á föstudag.

Bohn fékk hjartaáfallið eftir annan hringinn á Honda Classic-mótinu. Hann hafði þá komist í gegnum niðurskurðinn og átti að spila um helgina.

Golf Channel segir að hjartaáfallið hafi verið alvarlegt og ástand Bohn sé grafalvarlegt.

Umboðsmaður Bohn, Justin Richmond, vildi ekki taka svo djúpt í árinni en fór þó ekki út í nein smáatriði varðandi heilsu Bohn.

„Jason er að hvíla sig og er í góðum anda. Hann fer í fleiri próf í þessari viku. Hann er þakklátur fyrir allan stuðninginn sem hann hefur fengið,“ sagði Richmond.

Hinn 42 ára gamli Bohn hefur tvívegis unnið mót á PGA-mótaröðinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Fékk hjartaáfall í miđju móti
Fara efst