Innlent

Fékk heimsókn frá IKEA: „Skiptir mestu að mismunun sé ekki umborin“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Ingi, Viktor Skúli og Sigurbjörg á góðri stundu í árslok 2012.
Ólafur Ingi, Viktor Skúli og Sigurbjörg á góðri stundu í árslok 2012.
Sigurbjörg Hjörleifsdóttir, þriggja barna móðir sem búsett er í Ancara í Tyrklandi, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að fjölskylda hennar hafi fengið heimsókn frá forsvarsmönnum IKEA í Tyrklandi og sömuleiðis afsökunarbeiðni. Sigurbjörg, sem er nýflutt til Tyrklands ásamt eiginmanni sínum og börnum, fékk ekki inni fyrir son sinn í barnalandi í IKEA á dögunum. Sonurinn Viktor Skúli sem er fjögurra og hálfs er með Downs-heilkenni og sagðist starfsfólkið ekki geta sinnt honum.

Sigurbjörg og eiginmaður hennar, knattspyrnukappinn Ólafur Ingi Skúlason, fluttu í sumar frá Belgíu til Tyrklands. Hún hélt í IKEA með börnin þrjú og fékk fyrst þau svör að elsta dóttirin væri of gömul. Hún er átta ára en barnalandið væri aðeins ætlað börnum á aldrinum 3-6 ára.

Sjá einnig:Hann gerir okkur öll að betri manneskjum

Næst tilkynnti starfsfólkið að Viktor væri of lítill þrátt fyrir að hann væri á því aldursbili sem áður hafði verið gefið upp. Í kjölfarið var henni tilkynnt að hann gæti aðeins verið í barnalandinu í hálftíma þar sem hann ætti við „vandamál“ að stríða. Þau hefðu áhyggjur af því að hin börnin myndu meiða Viktor. Eftir rökræður Sigurbjargar við starfsfólkið var niðurstaðan sú að hann gæti ekki leikið sér í barnalandinu.

Sjá Fésbókarfærslu frá Sigurbjörgu í morgun að neðan.



I am a mother of three children, I am from Iceland. Me and my family move a lot because of my husbands work and we have...

Posted by Sibba Hjörleifsdóttir on Saturday, August 22, 2015


Sigurbjörg deildi reynslu sinni í pósti á Facebook þar sem hún lýsir því hvernig hún hafi verið farin að skjálfa af reiði á þessum tímapunkti. Um beina mismunun væri að ræða og sagði hún starfsfólki að málinu væri ekki lokið. Í framhaldinu þurfti hún að útskýra fyrir börnum sínum að þau gætu ekki leikið sér í barnalandinu eins og til stóð.

Nú, tæpri viku síðar, greinir Sigurbjörg frá því að afsökunarbeiðni hafi borist. Fjölmiðlaumfjöllun og færsla hennar á Facebook, sem deilt var yfir 1200 sinnum, hafi greinilega gert sitt gagn.

„Tveimur dögum síðar fékk ég símtal þar sem ég var beðin afsökunar, tölvupóst og einnig heimsókn frá IKEA til að biðjast afsökunar og loforð um að þetta myndi ekki koma fyrir neinn aftur,“ segir Sigurbjörg í póstinum á Facebook.

„Ég var alltaf bjartsýn á því að þau myndu biðjast afsökunar og verða meðvituð um mistökin. Það eina sem skiptir okkur máli er að mismunun, af hvaða toga sem er, sé ekki liðin.“



I want to thank all of you for sharing my story when Viktor did not get to play in IKEA's play land. The post was shared...

Posted by Sibba Hjörleifsdóttir on Thursday, August 27, 2015

Tengdar fréttir

Hann gerir okkur öll að betri manneskjum

Hún horfði á okkur eins og við værum unglingar og sagði hranalega: "Þið gerið ykkur grein fyrir að líf ykkar er að fara að breytast töluvert. Þið getið gleymt þeim plönum sem þið hafið gert í bili.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×