Fékk heilahristing í gćr en má spila á morgun

 
Handbolti
14:11 17. JANÚAR 2016
Steffen Weinhold fćr hér boltann beint í andlitiđ.
Steffen Weinhold fćr hér boltann beint í andlitiđ. VÍSIR/GETTY

Dagur Sigurðsson fær að nota hinn öfluga Steffen Weinhold á móti Svíum á Evrópumótinu í handbolta á morgun þrátt fyrir að Weinhold hafi fengið heilahristing í leiknum á móti Spánverjum í gær.

Mörg þekkt dæmi eru til, meðal annars hjá íslensku handboltafólki, um alvarlegar afleiðingar slíkra höfuðmeiðsla og þá sérstaklega þegar leikmenn fara of snemma af stað. Þjóðverjar voru samt fljótir að gefa það út að Weinhold yrði með strax í næsta leik.

Leikmenn í ameríska fótboltanum þurfa sem dæmi að fara í gegnum margra daga rannsóknir áður en þeir fá grænt ljós á því að spila eftir að hafa fengið heilahristing.

Læknir þýska liðsins hefur gefið Weinhold grænt ljós á að spila strax á morgun en Weinhold er fyrirliði þýska liðsins og lykilmaður i vörn sem sókn.

„Hann meiddist á tönn og hann fékk heilahristing en hann getur spilað á morgun," sagði Kurt Steuer, læknir þýska handboltalandsliðsins við handboltafréttasíðuna handball-world.com.

Steffen Weinhold fékk höfuðhöggið þegar Spánverjinn Jorge Maqueda skaut hann niður í aukakasti í lok fyrri hálfleiks. Jorge Maqueda fékk rautt spjald að launum.

Jorge Maqueda baðst afsökunar og Steffen Weinhold hefur það frá félögum sínum í þýska liðinu að Spánverjinn hafi verið mjög leiður yfir þessu.  „Þessu máli er því lokið fyrir mér," sagði Steffen Weinhold.

Steffen Weinhold hélt áfram að spila í seinni hálfleiknum en skoraði tvö af þremur mörkum sínum fyrir höfuðhöggið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Fékk heilahristing í gćr en má spila á morgun
Fara efst