Sport

Fékk ekkert kynlíf og skallaði því eiginkonuna

Jonathan Dwyer í leik með liði sínu, Arizona Cardinals. Hann spilar ekki með þeim á næstunni.
Jonathan Dwyer í leik með liði sínu, Arizona Cardinals. Hann spilar ekki með þeim á næstunni. vísir/getty.
Búið er að birta nánari skýringar á því hvað gekk á hjá NFL-hlauparanum Jonathan Dwyer og eiginkonu hans. Dwyer hefur verið handtekinn fyrir heimilisofbeldi.

Hann gekk í skrokk á eiginkonunni tvo daga í röð og kastaði skó í eins og hálfs árs gamalt barn þeirra. Barnið slapp ómeitt.

Í fyrra skiptið þá vildi Dwyer sænga hjá eiginkonunni en hún sagði nei. Þá skallaði Dwyer hana af slíku afli að hún nefbrotnaði.

Upphófst þá mikið rifrildi sem endaði með því að nágrannar hringdu á lögregluna. Dwyer var ekki handtekinn þá enda faldi hann sig inn á baðherbergi og eiginkonan sagði að hann væri ekki heima. Hann hafði þá hótað að drepa sig fyrir framan hana ef hún segði lögreglunni frá árásinni.

Lætin héldu áfram daginn eftir og þá kýldi Dwyer hana bylmingshöggi í andlitið með lokuðum hnefa. Þá var mælirinn fullur, konan flutti út og flúði í annað fylki.

Hún hafði svo samband við lögregluna fyrir viku síðan er Dwyer sendi henni mynd af hnífi þar sem hann hótaði að meiða sig ef hún kærði hann.

Hann var svo handtekinn á miðvikudag. Dwyer er 40. leikmaður NFL-deildarinnar sem er handtekinn á þessu ári.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×