Erlent

Fékk dekk í höfuðið á mikilli ferð

Samúel Karl Ólason skrifar
Hinn 50 ára gamli Roberto Carlos Fernandes er bráðheppinn að vera á lífi. Fyrir viku síðan var hann á göngu ásamt dóttur sinni, þegar dekk af bíl sem var að keyra á nærliggjandi þjóðvegi datt undan bílnum og lenti beint á hnakkanum á Fernandes.

Hann skall harkalega í jörðina og rotaðist. Atvikið átti sér stað í Brasilíu á föstudaginn. Atvikið náðist á öryggismyndavél og hefur farið víða um samfélagsmiðla á undanförnum dögum.

Dóttir hans segir að hún hafi heyrt í bílflautu en þau hafi ekki orðið dekksins vör fyrr en það skall í hnakka föður hennar.

Samkvæmt fjölmiðlum ytra brákaðist höfuðkúpa og rifbein Fernandes og er hann í stöðugu ástandi. Vegfarendur komu honum til hjálpar og sjúkraflutningamenn komu á vettvang um tíu mínútum síðar. Þá gat Fernandes setið uppréttur og svarað spurningum sjúkraflutningamannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×