Innlent

Fékk árs fangelsi fyrir að rjúfa skilorð

Atli Ísleifsson skrifar
Úr Héraðsdómi Reykjavíkur.
Úr Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/vilhelm
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega tvítugan karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir vörslu amfetamíns og að hafa tvívegis ekið bíl undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.

Með brotum sínum rauf maðurinn skilorð en hann var meðal annars dæmdur í skilorðsbundið níu mánaða fangelsi sumarið 2015. Með hliðsjón af því og greiðlegri játningu mannsins var refsing hans nú ákveðin fangelsi í tólf mánuði.

Maðurinn var handtekinn eftir akstur undir áhrifum fíkniefna með um fimm vikna millibili síðasta vetur, í fyrra skiptið við eftirför lögreglu um 300 metrum frá bílnum. Skömmu fyrr höfðu fundist 244,52 grömm af fíkniefnum, ætluðu til sölu, á dvalarstað hans í Reykjavík.

Maðurinn var jafnframt sviptur ökurétti í þrjú ár og dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×