Innlent

Fegrar ásýnd Héðinshússins

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
"Þetta er einn fremsti veggjakrotari heims,“ segir Gunnar Jóhannsson, einn af eigendum hússins sem verkið er spreyjað á. "Ef hægt er að kalla hann veggjakrotara,“ bætir Gunnar við. "Hann er snillingur, þessi maður.“
"Þetta er einn fremsti veggjakrotari heims,“ segir Gunnar Jóhannsson, einn af eigendum hússins sem verkið er spreyjað á. "Ef hægt er að kalla hann veggjakrotara,“ bætir Gunnar við. "Hann er snillingur, þessi maður.“ Mynd/PJETUR
„Þetta er bara byrjunin á miklu stærra verki,“ segir Gunnar Jóhannsson, einn af eigendum Héðinshúss við Seljaveg í Vesturbænum sem fengu ástralska listamanninn Guido van Helten til þess að fegra ásýnd hússins.

„Við rákumst á þennan listamann fyrir tilviljun í sumar þar sem hann var að spreyja og fengum hann með okkur í þetta,“ útskýrir Gunnar, sem fékk van Helten gagngert til landsins í verkefnið.

Myndirnar sem van Helten spreyjar eru upp úr íslensku leikverki sem sett var upp á sjötta áratugnum. „Verkið samanstendur af þremur ljósmyndum sem teknar eru úr mismunandi senum úr leikritinu,“ segir Gunnar.

Van Helten hófst handa við verkið rétt fyrir helgi og mun ljúka því á næstu vikum eftir því sem veður leyfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×