Erlent

FBI telur ekki rétt að ákæra Hillary Clinton vegna tölvupóstanna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP
Bandaríska alríkislögreglan FBI telja ekki rétt að ákæra Hillary Clinton forsetaefni Demókrata í forsetakosningunum í nóvember fyrir að nota sinn persónulega tölvupóst þegar hún var utanríkisráðherra. Engu að síður er það mat FBI að Clinton og starfsfólk hennar hins vegar mjög kærulaus þegar kom að meðferð viðkvæmra upplýsinga.

James B. Comey yfirmaður FBI sagði á blaðamannafundi í dag að alríkislögreglan hefði rannsakað meira en 30 þúsund tölvupósta, auk annarra gagna, og var niðurstaðan sú að enginn skynsamur saksóknari myndi sækja sakamál á hendur Clinton vegna tölvupóstanna. Endanleg ákvörðun um saksókn er hins vegar í höndum dómsmálaráðuneytisins.

Clinton var yfirheyrð vegna málsins fyrir nokkrum dögum og þrátt fyrir að FBI taki ekki ákvörðun um útgáfu ákæru þá má segja að tilkynning alríkislögreglunnar í dag séu góð tíðindi fyrir Clinton og kosningabaráttu hennar framundan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×