Erlent

FBI sakar Norður-Kóreu um tölvuárásirnar á Sony

Atli Ísleifsson skrifar
Stofnunin segir rannsókn þeirra hafa sýnt fram á tengsl árásanna við aðila tengda norður-kóreskum stjórnvöldum.
Stofnunin segir rannsókn þeirra hafa sýnt fram á tengsl árásanna við aðila tengda norður-kóreskum stjórnvöldum. Vísir/AFP
Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að norður-kóresk stjórnvöld liggi að baki tölvuárásum á Sony vegna myndarinnar The Interview.

Stofnunin segir rannsókn þeirra hafa sýnt fram á tengsl árásanna við aðila tengda norður-kóreskum stjórnvöldum.

Sony greindi frá því í gær að hætt hafi verið við sýningu myndarinnar í kjölfar hótana tölvuþrjótanna sem höfðu áður birt viðkvæm gögn frá Sony.

Í frétt BBC segir að tölvuþrjótarnir fagni ákvörðun Sony og vöruðu við afleiðingum þess ef myndin yrði sýnd í kvikmyndahúsum eða annars staðar. Listamenn hafa margir fordæmt ákvörðun Sony og hefur leikarinn George Clooney hvatt til að mynd verði seld og sýnd á netinu.

Fyrr í dag greindu talsmenn bandarískra stjórnvalda frá því að málið sneri að þjóðaröryggi Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Team America tekin úr sýningu

Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×