Enski boltinn

Fazio genginn til liðs við Tottenham

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Federicio Fazio við undirskriftina.
Federicio Fazio við undirskriftina. Mynd/Twitter-síða Tottenham
Tottenham staðfesti rétt í þessu að félagið hefði gengið frá kaupunum á argentínska miðverðinum Federico Fazio frá Sevilla. Fazio skrifaði undir fjögurra ára samning hjá Tottenham.

Fazio sem hefur leikið með Sevilla allt frá árinu 2007 lék 148 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 12 mörk. Var hann hluti af liði Sevilla sem sigraði Benfica í úrslitum Evrópudeildarinnar í vor. Þá hefur hann leikið 2 landsleiki fyrir argentínska landsliðið.

Fazio eru fimmtu kaup Tottenham í sumar en félagið hefur þegar gengið frá kaupunum á enska bakverðinum Ben Davies og hollenska markmanninum MichaelVorm frá Swansea, Eric Dier frá Sporting og DeAndre Yedlin frá Seattle Sounders í MLS-deildinni.

Tottenham hefur þegar selt fyrrum fyrirliða liðsins, enska miðvörðinn Michael Dawson í sumar en talið er að félagið sé einnig tilbúið að hlusta á tilboð í hinn rúmneska Vlad Chiricheș.






Tengdar fréttir

Dawson nýjasti liðsmaður Hull City

Enski miðvörðurinn Michael Dawson skrifaði í dag undir þriggja ára samning hjá Hull City Tigers í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×