Innlent

Fatlaðir upplifa mikla einangrun

Snærós Sindradóttir skrifar
Borgarholtsskóli býður upp á sérnámsbraut fyrir fatlaða nemendur. Nemendurnir þurfa að hafa náð góðu valdi á lestri og ritun og vera nokkuð sjálfbjarga.
Borgarholtsskóli býður upp á sérnámsbraut fyrir fatlaða nemendur. Nemendurnir þurfa að hafa náð góðu valdi á lestri og ritun og vera nokkuð sjálfbjarga. Vísir/Pjetur
Stofnanamenning í búsetu fatlaðs fólks ber með sér fordóma og félagslega útskúfun fatlaðra. Þetta segir í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir velferðarráðuneytið undir yfirskriftinni Fordómar og félagsleg útskúfun.

Þar kemur fram að fatlað fólk upplifi mikla einangrun í þeirri búsetu sem því er boðið upp á. Oft sé heimili þess fjarri fjölskyldu og starfsmannavelta valdi því að þjónustan sé ekki nægilega góð. Þá geti áfangaheimili, sambýli og þjónustuíbúðir beinlínis hindrað þátttöku fatlaðra í samfélaginu.

Í skýrslunni kemur einnig fram að meiri aðgreining fatlaðra nemenda frá ófötluðum tíðkist í framhaldsskólum landsins en í grunnskólum. Þetta á sérstaklega við nemendur með þroskahömlun. Ástæðuna megi rekja til þess að framhaldsskólakennarar séu sérþjálfaðir í sinni námsgrein en séu ekki í stakk búnir til að taka á móti nemendum með fjölbreyttar þarfir.

Skýrslan segir rannsóknir sýna að viðhorf til nemenda með fatlanir séu oft neikvæð. Ekki sé komið til móts við nemendurna og kennsla sé ósveigjanleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×