Innlent

Fatlaðir starfsmenn sem Strætó rak skoða réttarstöðu sína

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Einstæð móðir sem bundin er við hjólastól segist ekki reikna með að fá aðra vinnu eftir að Strætó sagði henni upp.
Einstæð móðir sem bundin er við hjólastól segist ekki reikna með að fá aðra vinnu eftir að Strætó sagði henni upp. Vísir/Stefán
Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir, einstæð móðir sem er bundin við hjólastól, segist ekki reikna með að fá aðra vinnu eftir að Strætó sagði henni upp eftir átta ára starf. Í sama streng tekur Ingi Steinn Gunnarsson sem hafði unnið þar í áratugi. Þau skoða nú hvort hægt sé að höfða mál gegn fyrirtækinu.

Ágústa segir að starfsfólkinu hafi verið sópað út eins og hverju öðru rusli og með því áratuga þekkingu og reynslu. Hún segir að uppsögnin hafi verið eins og kjaftshögg, hana muni um tekjurnar og vinnan hafi skipt hana máli félagslega. Hún geti ekki hlaupið í aðra vinnu.

Í sama streng tekur Ingi Steinn sem reiknar ekki með því að fá neitt annað að gera. Hann segir að eftir því sem lengri tími líði frá uppsögninni, sannfærist hann meira um að þetta hafi verið aðför að starfsfólkinu enda þurfi þjónustuverið að starfa eins og venjulega. Þau skoða nú réttarstöðu sína ásamt með starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og útiloka ekki málshöfðun gegn fyrirtækinu.


Tengdar fréttir

Sjö bílstjórar hafa látið af störfum vegna ástandsins

Mikil óánægja hefur verið með breytt akstursfyrirkomulag hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Formaður stjórnar Strætó segir verið að vinna í að bæta þjónustuna sem batni dag frá degi. Bílstjórar hafa sagt upp störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×