Lífið samstarf

Fatlað fólk á rétt tjáskiptaleiðum að eigin vali

KYNNING: Öryrkjabandalag Íslands skorar þessa dagana á íslensk stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eigi síðar en á haustþingi 2015.

Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. 151 land hefur fullgilt samninginn. Einungis fjögur Evrópulönd eiga eftir að fullgilda hann, Finnland, Írland, Holland og Ísland.

Lesendur er hvattir til að skrifa undir áskorun til stjórnvalda á síðunni obi.is/askorun.

Öryrkjabandalagið hefur látið gera myndbönd til að styðja við áskorunina og fjallar myndbandið hér að ofan um útilokun.

Útilokun

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk segir:

Fatlað fólk á rétt tjáskiptaleiðum að eigin vali, t.a.m. eins og táknmálstúlkun, til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu.

Íslenska ríkið veitir hins vegar of litlu fé til táknmálstúlkunar í daglegu lífi og því skortir reglulega fé til táknmálstúlkunnar. Það þýðir að heyrnarlaust fólk fær ekki táknmálstúlkun á mannfögnuðum, fundum o.s.frv. og getur því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×