Lífið

Fataskápurinn: Erla Hlín Hilmarsdóttir

Erla Hlín
Erla Hlín Vísir/Daníel
Erla Hlín Hilmarsdóttir er verslunarstjóri í Aftur á Laugavegi og förðunarfræðingur.

Hún leyfði Lífinu að líta í fataskápinn hjá sér sem er hinn glæsilegasti.

Kasmír-peysa

Svona peysu verða allir að eiga, en hún er úr Aftur.

Peysan er bæði hlý og flott og svo passar hún við allt, bæði undir jakka og sem yfirhöfn ein og sér!





















Nýja Clare Vivier-taskan mín.


Ég er alltaf með hálfa búslóðina á mér þannig að það er mjög mikilvægt að mínu mati að eiga eina stóra tösku sem passar við allt og ég get komið öllu fyrir í.







Raquel Allegra er eitt af uppáhaldsmerkjunum mínum.

Bolirnir hennar eru orðnir eins konar einkennisbúningur hjá mér.

Þeir eru svo mjúkir og þægilegir.













Gallajakka
verða allir að eiga.

Ég varð ástfangin af honum um leið og ég sá hann, ég er alltaf í honum.

Ég þyrfti eiginlega að fá mér svona svartan líka.







Ég fer ekkert án Kríu hálsmenanna minna.

Kría er uppáhalds skartgripamerkið mitt, enda er ég alltaf með þau á mér, fleiri en eitt í einu.

Ég á nokkur og er dugleg að skipta.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×