Lífið

Fataskápurinn: María Nielsen

María Nielsen fataskápurinn
María Nielsen fataskápurinn
María Nielsen er 25 ára kjólaklæðskeri sem mun hefja nám í fatahönnun við Listaháskóla Íslands í haust.

Lífið kíkti í fataskápinn hjá Maríu.



Leðurskór með sylgju

Þetta eru uppáhaldsskórnir mínir, þó svo að það hafi tekið sinn tíma að venjast trébotninum.

Þeir eru frá merkinu Swedish Hasbeens og ég sé fram á að þeir munu endast mér lengi og vel.





Silkiskyrta


Ég saumaði þessa skyrtu á sjálfa mig úr sandþvegnu silki sem ég keypti á efnamarkaði í Hong Kong.

Þar sem ég er enginn sérfræðingur í að prútta borgaði ég trúlega svona 10 sinnum of mikið fyrir þetta silki en ég var svo hrifin af litnum að ég lét mig hafa það.

Upphaflega átti skyrtan að vera hneppt niður en svo byrjaði ég að nota hana áður en hún var fullkláruð og er eiginlega bara ánægðari með hana svona.



Hálsmen og hringar


Ég er ekki mikið fyrir skart og glingur en þessa þrennu elska ég og er alltaf með á mér.

Hringlaga hringurinn er frá Mariu black og blómahringurinn er frá Aurum.

Báðir hringarnir voru gjöf frá fjölskyldunni minni.

Hálsmenið fékk ég í jólagjöf frá kærastanum mínum og er úr hreindýrahorni.

Það er hönnunarþríeykið IIIF sem hannar þessi fallegu hálsmen.

Einstaklega flott merki þar á ferð.









Leðurtaska


Þessi taska frá Royal Republic fylgir mér hvert sem er.

Ég er nefnilega alltaf með skrilljón ómissandi hluti á mér svo að það er gott að hafa svona rúmgóða risatösku í lífi sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×