Innlent

Fátækt er ekki aumingjaskapur

Erla Hlynsdóttir skrifar
Fátækt er ekki aumingjaskapur, segir fulltrúi hóps sem í dag kynnti tillögur til að vinna gegn fátækt. Ein leiðin er að foreldrar undir tekjuviðmiðum fái barnabætur með ungmennum til tvítugs, að því gefnu að þau stundi nám.

Svonefndur Samstarfshópur um enn betra samfélag, sem í eru meðal annars fulltrúar Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar, hélt í dag fund með fulltrúum allra stjórnmálaflokka þar sem kynnt var skýrsla hópsins með ábendingum um hvernig skuli vinna gegn fátækt. Lagt var upp með að ábendingarnar yrðu tilbúnar í síðasta lagi á fyrri hluta árs 2013.

„Til þess að ná augum og eyrum stjórnmálaflokkanna í aðdraganda kosninga," segir Halldór S. Guðmundsson, lektor í Félagsráðgjafardeild HÍ.

Um tíu prósent landsmanna hafa tekjur undir lágtekjumörkum. Halldór segir kjarnann í hugmyndum hópsins vera að fólk þurfi að endurskoða hug sinn til fátækra.

„Fátækt er ekki aumingjaskapur og fátækt er ekki það eina sem stofnanir gera vitlaust. Við verðum að horfa til þess að einstaklingar í okkar samfélagi fái pláss og rými og geti tekið þátt."

Hluti þeirra ungmenna sem flosna upp úr framhaldsskóla standa uppi atvinnulaus og á framfærslu hins opinbera. Hópurinn bendir á eina mögulegar lausnir. .

„Til þess að breyta lögum um húsaleigubætur svo að barn í skóla geti haldið áfram að búa heima, þannig að barnabætur reiknist áfram eftir að barn er í skóla en býr enn þá heima. Þannig eflum við traust og samheldni fjölskyldna og eflum félagsauð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×