Innlent

Fátækrahverfin í Reykjavík: „Þetta er hin hliðin á samfélaginu”

Síðastliðinn áratug hefur Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fylgst með og skráð iðnaðar- og atvinnubyggingar þar sem búseta er. Nýjasta könnun slökkviliðsins, sem fór fram fyrr á þessu ári, leiddi í ljós að yfir 200 iðnaðarhúsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru nú heimili nokkurra þúsunda einstaklinga.

Í næsta þætti Bresta, sem er til sýninga á Stöð 2 á mánudaginn, er rýnt í stöðu þeirra sem búa í þessum húsnæðum og við slæman kost. Oft eru þessar íbúðir hreinlegar og með brunavarnir til fyrirmyndar. Það eru þó dæmi um hrikalegan aðbúnað. Það eru einmitt þessi tilfelli sem fjallað verður um í Brestum.

Fjölbreyttur hópur fólks býr í herbergjum eins og í Funahöfða í Reykjavík, á Smiðjuvegi í Kópavogi og í Dalshrauni í Hafnarfirði. Oft eru þetta einstæðingar sem eiga í erfiðleikum með að fóta sig á leigumarkaði sem hannaður er fyrir pör og fjölskyldufólk. Einnig fíklar, einstaklingar á sakaskrá og aðrir sem hafa fetað hafa grýtta slóð.

Kjartan Hreinn Njálsson og Þórhildur Þorkelsdóttir freistuðu þess að ræða við þetta fólk. Margir voru reiðubúnir að segja sína sögu. Húsverðir eða leigusalar reyndu þó að koma í veg fyrir það.

„Þetta er hin hliðin á samfélaginu,” segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Sjötti þáttur Bresta verður til sýninga á Stöð 2, mánudaginn 24. nóvember, klukkan 20:25.

Tengdar fréttir

Fréttaskýringaþáttur í anda Vice

Brestir er nýr hágæða fréttaskýringarþáttur frá fréttastofu Stöðvar 2 undir stjórn Lóu Pindar og fréttamanna fréttastofunnar.

Ung vændiskona segir sögu sína í Brestum

Vændisheimurinn er hrottalegur. Ein stærsta tekjulind skipulagðrar glæpastarfsemi og svartur blettur á samfélagi mannanna. En eins og svo oft eru tvær hliðar á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×